fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Xi Jinping vill koma fleiri fréttum um Kína í alþjóðlega fjölmiðla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 12:30

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eiga að verða betri í að segja umheiminum sögu sína. Þetta sagði Xi Jinping, Kínaforseti, á þriðjudaginn en hann sagðist telja nauðsynlegt að Kínverjar komi sér upp rödd út á við sem endurspegli stöðu Kína á alþjóðavettvangi.

Ummælin lét Xi falla á fundi hjá kommúnistaflokknum. Hann sagði að nauðsynlegt sé að koma kínverskum fréttum og sjónarmiðum Kínverja meira í alþjóðlega fjölmiðla ef takast eigi að kynna rétta mynd af Kína fyrir umheiminum. Ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu. Fréttastofan sagði að Xi hafi  einnig sagt að Kína verði að styrkja áróðursvél sína til að hjálpa útlendingum að skilja kommúnistaflokkinn og þær aðferðir sem hann beitir til að styrkja hamingju Kínverja.

Til að ná þessu markmiði þurfa Kínverjar að koma sér upp teymi atvinnumanna á fjölmiðlasviðinu. Einnig þurfi að taka „nákvæma samskiptatækni“ í notkun.

Á síðustu árum hafa Kínverjar í vaxandi mæli gagnrýnt alþjóðlega fjölmiðla fyrir umfjöllun þeirra um Kína. Meðal annars hafa erlendir blaðamenn verið sakaðir um að vera ósanngjarnir í umfjöllun sinni um Kína.

Kínversk stjórnvöld hafa einnig bannað útsendingar BBC World News á öllum sjónvarpsstöðum á meginlandinu en bannið var sett eftir umfjöllun BBC um meðferð Kínverja á Úígúrum í Xinjiang héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn