fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Munaðarlaus norðurkóresk ungmenni eru send í námu- og byggingarvinnu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 15:30

Frá Norður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð munaðarlaus norðurkóresk ungmenni hafa af fúsum og frjálsum vilja boðið sig fram til starfa í námum í landinu og í landbúnaði og byggingariðnaðinum.

Þetta kemur fram í frétt norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA frá á laugardag. Segir fréttastofan að rúmlega 700 munaðarlaus ungmenni hafi af „visku og hugrekki ákveðið á besta aldursskeiði sínu“ að vinna á samyrkjubúum og í stórum járn- og stálverum og í landbúnaði. Á fimmtudaginn sagði ríkisfréttastofan að 150 nemendur í þremur skólum fyrir munaðarlaus ungmenni hafi boðið sig fram til starfa í kolanámum. Fréttastofan sagði ekkert um aldur munaðarleysingjanna en miðað við myndir sem fylgdu fréttunum er um unglinga að ræða.

En þrátt fyrir fagrar og hástemmdar lýsingar fréttastofunnar er þess varla að vænta að hér sé um sjálfboðaliðsvinnu að ræða. Mannréttindasamtök hafa lengi sakað norðurkóresk yfirvöld um að láta börn stunda nauðungarvinnu en því neita stjórnvöld.

Sameinuðu þjóðirnar segja að lokun landamæra Norður-Kóreu vegna heimsfaraldursins hafi gert bágborna stöðu mannréttindamála í landinu enn verri og aukið á efnahagslegar þrengingar hinna 26 milljóna íbúa þessa harðlokaða einræðisríkis. Frá því að heimsfaraldurinn braust út hafa borist fregnir af matarskorti í landinu. Lokun landamæranna hefur lokað á viðskipti við Kína sem er mikilvægasta efnahagslega líflína landsins.

Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 2020 um stöðu mannréttindamála í Norður-Kóreu kemur fram að börn, allt niður í 16 ára aldur, séu neydd til starfa í sveitum, sem líkjast hersveitum, við byggingaframkvæmdir. Þau eru innrituð í þessar sveitir til allt að 10 ára í senn. Þau eru síðan látin vinna langa vinnudaga og sinna hættulegum störfum. Fram kemur að ungmennin glími við andleg og líkamleg vandamál, séu vannærð og örmagna vegna þeirra nauðungarvinnu sem þau eru látin sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi