fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Þeir sem láta bólusetja sig geta unnið skotvopn og bíla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:20

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur heyrst af bólusetningalottóum þar sem fólk getur unnið peninga ef það lætur bólusetja sig. Slíkt er meðal annars í gangi í Kaliforníu. Í Vestur-Virginíu hefur einnig verið ákveðið að efna til bólusetningalottós en vinningarnir eru þó svolítið öðruvísi en í Kaliforníu.

Ríkisstjórinn og Repúblikaninn Jim Justice hefur tilkynnt að dregið verði úr nöfnum þeirra sem láta bólusetja sig og geta þeir unnið veiðiriffla og haglabyssur, pallbíla og veiðileyfi. Einnig eru skólastyrkir í boði og gilda þeir í alla háskóla í ríkinu.

Einnig eru peningaverðlaun í borði. Einn heppinn fær 588.000 dollara og annar 1,6 milljónir.

Lottóið verður í gangi á milli 20. júní og 4. ágúst og er fjármagnað með opinberu fé.

NBC News hefur eftir Justice að það skipti miklu máli að fá fleiri til að láta bólusetja sig til að bjarga mannslífum og koma efnahag ríkisins í jafnvægi.

Af 1,8 milljónum íbúa ríkisins hafa um 51% fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og um 40% hafa lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið