fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þeir sem láta bólusetja sig geta unnið skotvopn og bíla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:20

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur heyrst af bólusetningalottóum þar sem fólk getur unnið peninga ef það lætur bólusetja sig. Slíkt er meðal annars í gangi í Kaliforníu. Í Vestur-Virginíu hefur einnig verið ákveðið að efna til bólusetningalottós en vinningarnir eru þó svolítið öðruvísi en í Kaliforníu.

Ríkisstjórinn og Repúblikaninn Jim Justice hefur tilkynnt að dregið verði úr nöfnum þeirra sem láta bólusetja sig og geta þeir unnið veiðiriffla og haglabyssur, pallbíla og veiðileyfi. Einnig eru skólastyrkir í boði og gilda þeir í alla háskóla í ríkinu.

Einnig eru peningaverðlaun í borði. Einn heppinn fær 588.000 dollara og annar 1,6 milljónir.

Lottóið verður í gangi á milli 20. júní og 4. ágúst og er fjármagnað með opinberu fé.

NBC News hefur eftir Justice að það skipti miklu máli að fá fleiri til að láta bólusetja sig til að bjarga mannslífum og koma efnahag ríkisins í jafnvægi.

Af 1,8 milljónum íbúa ríkisins hafa um 51% fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og um 40% hafa lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið