Sky News segir að saksóknarar telji að þetta sé í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem einhver er sakfelldur fyrir að hafa svelt einhvern til bana. Eiginmaður Lynda, Wayne Rickard, 66 ára, var dæmdur í 10 og hálfs árs fangelsi en hann var sýknaður af ákæru um morð en sakfelldur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir dauða viðkvæms fullorðins einstaklings.
Sootheran lést á heimili sínu í Oxfordshire í mars 2014. Hann átti rúmlega 60 ekrur lands þegar hann lést. Hann vóg tæplega 57 kíló þegar hann lést en hann var rúmlega 180 sm á hæð.
Lynda hafði starfað við umönnun móður Sootheran fram til 2012 þegar hún lést 92 ára að aldri. Hún neitaði að hafa orðið Sootheran að bana og sagði að dauði hans skýrðist af hvernig hann kaus að lifa lífinu. Hún játaði að hafa stolið tugum þúsunda punda frá Sootheran en peningana notaði hún meðal annars til að greiða fyrir skólagöngu barna sinna. Hún játaði einnig að hafa falsað erfðaskrá hans og móður hans til að tryggja sér helming eigna móður hans og þriðjung eigna hans.
Lynda var dæmd í ævilangt fangelsi og verður að sitja bak við lás og slá í 28 ár hið minnsta.