fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Danir gefa Kenía 358.000 skammta af bóluefni AstraZeneca – Er að koma að síðasta notkunardegi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 07:45

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Danir ætla að gefa Kenía 358.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Danir eiga um 500.000 skammta af bóluefninu á lager og nálgast þeir síðasta notkunardag. Í samvinnu við UNICEF verða 358.000 skammtar sendir til Kenía. Ekki hefur verið gefið upp hvað verður gert við þá um 140.000 skammta sem eftir eru og eru komnir nærri síðasta notkunardegi.

Danir gáfu íbúum í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi nýlega tæplega 60.000 skammta af bóluefni AstraZeneca.

Bóluefni AstraZeneca er ekki notað við almennar bólusetningar gegn COVID-19 í Danmörku en fólki stendur til boða að láta bólusetja sig með efninu af fúsum og frjálsum vilja. Það sama á við um bóluefnið frá Johnson & Johnson. Ástæðan fyrir þessu er að dönsk heilbrigðisyfirvöld telja ekki réttlætanlegt að nota þessi tvö bóluefni vegna hættunnar á blóðtöppum af þeirra völdum og segja að ávinningur af notkun þeirra sé ekki nægilega mikill til að réttlæta notkun þeirra þar sem Danir hafi góða stjórn á faraldrinum.

Flemming Møller Mortensen, ráðherra þróunarmála, sagði í gær að samningurinn við Kenía geri landinu kleift að bólusetja enn fleiri gegn COVID-19. Löndin hafa lengi átt í nánu samstarfi og nú þurfi Kenía á bóluefnum að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“