fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

18 ára frönsk stúlka nýtur lögregluverndar – 100.000 hatursskilaboð og morðhótanir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 05:56

Mila í viðtali í frönskum sjónvarpsþætti. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú átt skilið að vera skorin á háls,“ voru skilaboðin sem Mila, sem er 18 ára frönsk stúlka, bárust. Henni bárust um 100.000 hatursskilaboð og morðhótanir og sá lögreglan sig tilneydda til að veita henni sólarhringsvernd sem og allri fjölskyldu hennar.

Allt hófst þetta á síðasta ári þegar Mila birti myndbönd á Instagram og Tiktok þar sem hún gagnrýndi íslamstrú. Það gerði hún meðal annars eftir hið hrottalega morð á kennaranum Samuel Paty sem var myrtur í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, í október. Það var öfgasinnaður múslimi, Abdullakh Anzoroven 18 ára, sem myrti hann en Paty hafði notað skopmyndir af spámanninum Múhameð í kennslustundum um tjáningarfrelsi. Hann var myrtur nærri skólanum þar sem hann kenndi. Anzoroven skar höfuðið af Paty. Lögreglan skaut Anzoroven til bana.

Mila hafði þó vakið athygli í janúar á síðasta ári þegar hún sendi beint út á Instagram og  sagðist meðal annars hata öll trúarbrögð og að „Kóraninn væri fullur af hatri og íslam væri hræðileg trú“. The Guardian skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum ummælum hennar er sögð vera að henni höfðu borist niðrandi athugasemdir um samkynhneigða frá einum fylgjenda sinna á Instagram.

Ekki leið á löngu þar til Mila var lent í miðju óveðri haturs og morðhótana. Hún neyddist til að skipta um skóla og öll fjölskyldan fékk lögregluvernd. Mál hennar opnaði umræðu um tjáningarfrelsi  og hvernig eigi að taka á heitum tilfinningum sumra hvað varðar trúarbrögð. Margir Frakkar hafa lýst yfir stuðningi við hana og segja að mikilvægt sé að standa vörð um tjáningarfrelsið, jafnvel þegar það særir ákveðna þjóðfélagshópa. Öfgahægrimenn hafa stutt hana og lofað fyrir það sem hún hefur sagt. Emmanuel Macron, forseti, hefur einnig stutt hana og sagt að fólk hafi fullan rétt til að tjá sig og gagnrýna trúarbrögð og annað.

Lögreglan hefur handtekið 13 manns, 10 karla og 3 konur, á aldrinum 18 til 30 ára fyrir hótanir í garð Mila og í gær hófust réttarhöld yfir fólkinu.

Lögmaður Mila, Richard Malka, sagði þá að Mila hafi fengið „rúmlega 100.000 hatursskilaboð, þar á meðal morðhótanir þar sem sagði að það ætti að binda hana, skera, stinga og hálshöggva og hún hafi einnig fengið myndir af kistum og myndir þar sem hún var sýnd höfuðlaus“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?