Þetta eru fyrstu réttarhöldin, þar sem kviðdómur kemur við sögu, tengd ópíóíðafaraldrinum sem hefur herjað á Bandaríkin síðustu tuttugu árin. Talið er að um 500.000 manns hafi látist af völdum neyslu ópíóíða á þeim tíma.
Saksóknarar halda því fram að lyfjafyrirtækin hafi með blekkingum haldið því fram að ópíóíðar séu hættulaus lyf og að dreifingarfyrirtækin hafi hunsað viðvaranir um að mikið magn af lyfjunum væri selt á svarta markaðnum.
Talið er að um 500.000 manns hafi látist af völdum ofneyslu ópíóíða í Bandaríkjunum á síðustu tuttugu árum. Í New York ríki er talið að um 3.000 manns hafi látist árlega af völdum ofneyslu lyfsins.
Málareksturinn í New York beinist gegn lyfjafyrirtækjunum, sem framleiða ópíóíða, dreifendum lyfsins og dótturfyrirtækjum þeirra. Upphaflega var lyfjaverslunum einnig stefnt en þær gerðu sátt í málinu.
Um helgina féllst lyfjarisinn Johnson & Johnson á að greiða 230 milljónir dollara í bætur til að sleppa við málshöfðun í New York.