Rúmenar ákváðu að selja bóluefnin því illa gengur að fá Rúmena til að láta bólusetja sig, mikil vantrú ríkir þar í landi í garð bóluefna, og bóluefnin liggja því ónotuð í geymslum.
Danir nota aðeins tvö bóluefni gegn kórónuveirunni, það eru bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna og því eru þessir skammtar kærkomin viðbót. Reiknað er með að með kaupunum verði hægt að flýta bólusetningum þannig að allir þeir sem vilja bólusetningu geti fengið hana fyrir lok ágúst en áður hafði verið miðað við miðjan september.
3,3 milljónir Dana hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni til þessa. 32,2% hafa lokið bólusetningu. Flestir hafa fengið bóluefni frá Pfizer/BioNTech eða um 87%.