Nýlega skýrði Wall Street Journal frá því að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi upplýsingar um að þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember 2019 með sjúkdómseinkenni sem líkjast einkennum COVID-19. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd í tengslum við uppruna veirunnar en þar er unnið að tilraunum og rannsóknum á kórónuveirum.
Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana hafa sagt að þeir viti ekki hvaðan veiran er upprunnin en að annað hvort hafi hún borist úr dýrum í menn eða þá að hún hafi fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fisher hafi látið þessi ummæli falla í viðtali við BBC Radio 4 um helgina. Hann sagði jafnframt að kenningunni um að veiran ætti uppruna sinn í rannsóknarstofu hafi ekki verið ýtt út af borðinu en væri „óstaðfest“.
Sérfræðingahópur á vegum WHO komst fyrr á árinu að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt sé að heimsfaraldurinn hafi byrjað eftir slys á rannsóknarstofu. En í ferð rannsóknarhópsins til Kína fékk hann aðeins að rannsaka það sem sneri að dýrum sem gætu hafa komið faraldrinum af stað.