fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

NASA ætlar að senda tvö geimför til Venusar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 08:01

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að hún hyggist senda tvö geimför til Venusar. Ferðirnar verða farnar á árunum 2028 til 2030. Geimförin eiga að rannsaka loftslag og jarðfræði plánetunnar.

Þetta verða fyrstu ferðir NASA til Venusar í um þrjá áratugi. Stofnunin hefur nú sett 500 milljónir dollara til hliðar til að mæta kostnaði við verkefnin sem hafa fengið nöfnin Davinci+ og Veritas.

Markmiðið með Davinci+ er meðal annars að mæla samsetningu hins þykka lofthjúps á Venusi til að reyna að dýpka skilning okkar á hvernig lofthjúpurinn varð til.

Veritas á að fara á braut um Venus til að kortleggja yfirborð plánetunnar. Markmiðið er að rannsaka jarðsögu plánetunnar til að reyna að komast að af hverju hún þróaðist á allt annan hátt en jörðin. NASA vonast einnig til að geta tekið fyrstu háskerpumyndirnar af einstöku jarðfræðilegu fyrirbæri á Venusi en það kallast tesserae en vísindamenn telja að það líkist heimsálfunum hér á jörðinni.

Venus er sú pláneta sem er næst jörðinni. Hún er oft sögð vera systurpláneta jarðarinnar því stærð, massi og fjarlægð þeirra til sólarinnar er svipuð. En Venus er ekki mjög lífvænleg pláneta því yfirborðshitinn getur orðið allt að 471 gráða en það nægir til að bræða málm. Andrúmsloftið er einnig þétt og eitrað en það samanstendur aðallega af CO2. Brennisteinssýru rignir síðan niður úr háloftunum.

Það eru rúmlega 25 ár síðan NASA sendi síðast geimfar til Venusar en það var 1994. Síðan hefur NASA einbeitt sér að rannsóknum á Mars og öðrum stöðum í sólkerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún