fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

NASA ætlar að senda tvö geimför til Venusar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 08:01

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að hún hyggist senda tvö geimför til Venusar. Ferðirnar verða farnar á árunum 2028 til 2030. Geimförin eiga að rannsaka loftslag og jarðfræði plánetunnar.

Þetta verða fyrstu ferðir NASA til Venusar í um þrjá áratugi. Stofnunin hefur nú sett 500 milljónir dollara til hliðar til að mæta kostnaði við verkefnin sem hafa fengið nöfnin Davinci+ og Veritas.

Markmiðið með Davinci+ er meðal annars að mæla samsetningu hins þykka lofthjúps á Venusi til að reyna að dýpka skilning okkar á hvernig lofthjúpurinn varð til.

Veritas á að fara á braut um Venus til að kortleggja yfirborð plánetunnar. Markmiðið er að rannsaka jarðsögu plánetunnar til að reyna að komast að af hverju hún þróaðist á allt annan hátt en jörðin. NASA vonast einnig til að geta tekið fyrstu háskerpumyndirnar af einstöku jarðfræðilegu fyrirbæri á Venusi en það kallast tesserae en vísindamenn telja að það líkist heimsálfunum hér á jörðinni.

Venus er sú pláneta sem er næst jörðinni. Hún er oft sögð vera systurpláneta jarðarinnar því stærð, massi og fjarlægð þeirra til sólarinnar er svipuð. En Venus er ekki mjög lífvænleg pláneta því yfirborðshitinn getur orðið allt að 471 gráða en það nægir til að bræða málm. Andrúmsloftið er einnig þétt og eitrað en það samanstendur aðallega af CO2. Brennisteinssýru rignir síðan niður úr háloftunum.

Það eru rúmlega 25 ár síðan NASA sendi síðast geimfar til Venusar en það var 1994. Síðan hefur NASA einbeitt sér að rannsóknum á Mars og öðrum stöðum í sólkerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“