Mikil hitabylgja er nú í vesturhluta Norður-Ameríku og fara Breska Kólumbía og Saskatchewan ekki varhluta af henni.
Einnig er mjög heitt í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og hefur hitinn farið upp fyrir 40 gráður víða. Bæði í Bandaríkjunum og Kanada hafa yfirvöld varað almenning við því að lífshættuleg hitabylgja gangi nú yfir.
Það er ekki nóg með að hitamet hafi fallið á sunnudaginn í Lytton því það var slegið aftur í gær á sama stað en þá mældist hitinn 47,9 gráður. CBC skýrir frá þessu.
BBC segir að sala á loftkælingum og viftum hafi tekið mikinn kipp síðustu daga en barir, veitingastaðir og jafnvel sundlaugar hafa þurft að loka vegna hitans.
Kanadíska veðurstofan reiknar með að hitabylgjan hafi náð hámarki sínu og að nú fari að kólna aðeins.