fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Er þetta ótrúlegasta útskýring sögunnar á lyfjanotkun íþróttamanns?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 05:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn tókst hjólreiðamanninum Mathieu van der Poel að endurtaka það sem föður hans tókst fyrir 37 árum, að klæðast hinum sögufræga gula bol í Tour de France en hann þýðir að hann var í forystu í keppninni.

Mathieu er þriðja kynslóð hjólreiðamanna í fjölskyldunni sem lætur mikið að sér kveða í keppnum. Faðir hans, Adri van der Poel, og afi hans, Raymond Poulidor, voru einnig góðir hjólreiðamenn og stóð afi hans sig til dæmis vel í Tour de France. Hann komst átta sinnum á verðlaunapall en náði aldrei að klæðast gula bolnum og var því stundum nefndur „númer tvö að eilífu“.

En saga Adri er hins vegar kannski sú ótrúlegasta innan fjölskyldunnar. Eftir að hann hafði lokið keppni í GP Frankfurt árið 1983 var hann tekinn í lyfjapróf. Í því greindist efnið striknín í blóði hans en það er meðal annars notað í rottueitur og í mjög litlum skömmtum í taugalyf. Efnið getur, í litlum skömmtum, haft jákvæð áhrif á þreytta vöðva í fótum. En Adri var svo sannarlega með skýringu á reiðum höndum á af hverju efnið greindist í blóði hans.

Mathieu van der Poel. Mynd:Getty

Í fyrstu sagðist hann ekki hafa neina hugmynd um þessa óvæntu niðurstöðu lyfjaprófsins en skyndilega mundi hann eftir máltíð einni, sem hann hafði snætt hjá tengdaföður sínum, fyrrnefndum Raymor Poulidor, skömmu áður.

Adri sagðist hafa fengið dúfutertu að borða hjá honum og ekki bara hvaða dúfutertu sem er heldur eina sem var búin til úr bréfdúfum tengdaföðurins. Adri sagði að tengdafaðir hans hefði gefið bréfdúfunum lyf til að bæta frammistöðu þeirra og því hefði striknín greinst í blóði hans eftir að hann borðaði dúfutertuna.

Það sem kemur kannski einna mest á óvart við þetta allt saman er að þessi skýring var keypt hrá og Adri slapp við keppnisbann og eftirmála og hélt áfram að keppa fram að aldamótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“