fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

„Ég laug að ykkur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 07:00

Allison Mack. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Allison Mack sér eftir að hafa verið meðlimur í kynlífssöfnuðinum NXIVM og segir það hafa verið stærstu mistök lífsins. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi dómstól í Bandaríkjunum sem mun kveða upp dóm í máli hennar á morgun.

Margir erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir bréfið frá þessari 38 ára leikkonu. „Ég bið þá afsökunar sem ég fékk til liðs við NXIVM. Mér þykir miður að ég hafi orðið til þess að þið þurftuð að þola þessa grimmdarlegu misnotkun af hálfu þessa manns,“ segir að sögn í bréfinu.

Í bréfinu biður hún einnig nánustu aðstandendur sínar afsökunar fyrir að hafa ítrekað logið þegar þeir reyndu að koma henni úr söfnuðinum. „Ég laug að ykkur,“ segir hún.

Mack var handtekin fyrir þremur árum grunuð um að hafa selt fólk til kynlífsþrælkunar og nauðungarvinnu. Hún hefur játað að hafa fengið konur til að verða kynlífsþrælar Keith Raniere, leiðtoga safnaðarins.

Raniere var dæmdur í 120 ára fangelsi á síðasta ári. Mack var meðal æðstu meðlima safnaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur