fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Bóluefnin gegn kórónuveirunni geta hugsanlega veitt margra ára vernd

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 05:59

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnin gegn kórónuveirunni eru ný og hafa því ekki verið í notkun lengi og því er ekki vitað með vissu hversu lengi þau veita fólki vernd gegn veirunni. Í mörgum ríkjum hefur verið miðað við að þau veiti vernd í nokkra mánuði en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þau geti veitt mun lengri vernd en það, hugsanlega í nokkur ár.

Í þessu sambandi beinast sjónirnar aðallega að mRNA-bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech og Moderna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature að sögn New York Times.

Fram kemur að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þurfi bólusett fólk ekki að fá þriðja skammtinn af bóluefninu, eins og sumir töldu hugsanlega þörf á, nema veiran stökkbreytist á afgerandi hátt.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að fólk, sem hefur verið smitað af veirunni og síðan fengið bóluefni, sé hugsanlega ónæmt fyrir veirunni til æviloka og það jafnvel þótt veiran muni stökkbreytast mikið.

Ali Ellebedy, ónæmisfræðingur við Washington University í St. Louis, segir að rannsóknin hafi aðeins beinst að bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech og Moderna. Hann sagðist telja að langtímaáhrif annarra bóluefna, til dæmis frá Janssen, séu ekki eins mikil og af þeim tveimur fyrrnefndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana