fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Barnaníðingsmál skekja kaþólsku kirkjuna í Póllandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2018 hefur kaþólsku kirkjunni í Póllandi borist fjöldi tilkynninga um kynferðisbrot presta hennar gegn börnum yngri en 18 ára. Hlaupa tilkynningarnar á hundruðum. Kirkjan skýrði frá þessu í gær og vísaði í nýja skýrslu um málið.

Skýrslan kemur á tíma þar sem hinn áhrifamikla kirkja á í vök að verjast í landinu vegna ýmissa hneykslismála tengdum tilraunum hennar til að hylma yfir ofbeldið og koma í veg fyrir rannsókn á því.

Í tilkynningu kirkjunnar í gær kom fram að Frans páfi hafi fallist á að Zbigniew Kiernikowski, biskup í Legnica, láti af embætti. Áður hafði Vatíkanið rekið fjölda pólskra biskupa úr embætti því þeir höfðu ekki brugðist við tilkynningum um ofbeldisverk presta gegn börnum.

Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur nú opinberað tvær skýrslur um ofbeldisverk presta hennar gagnvart börnum. Sú síðari var birt í gær en í henni kemur fram að 368 stúlkur og drengir hafi verið beitt kynferðisofbeldi af prestum frá 2018 til 2020. Helmingur fórnarlambanna var yngri en 15 ára.

Fyrri skýrslan náði yfir árin 1990 til 2018. Í henni kemur fram að 625 börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu 382 presta. 42 af prestunum koma við sögu í báðum skýrslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði