Það eru Oregon og Washington í Bandaríkjunum sem eru á þessu svæði og British Columbia í Kanada.
„Flest bendir til að þetta verði ein öfgafyllsta og lengsta hitabylgja síðari tíma,“ segir í tilkynningu frá National Weather Service.
Reiknað er með að mörg hitamet muni falla á þessu svæði á næstu dögum. Yfirvöld í Multnomah County í Oregon, þar sem borgin Portland er, hafa varað við hugsanlegum töfum almenningssamgöngutækja vegna hita en reiknað er með rúmlega 40 stiga hita á svæðinu. Einnig gæti komið til rafmagnsleysis og heilbrigðiskerfið gæti átt erfitt með að standa undir því mikla álagi sem gæti orðið á það.
Íbúar í Portland, sem búa ekki svo vel að vera með loftkælingu heima hjá sér, eru hvattir til að leita í sérstakar miðstöðvar með loftkælingu.
Orkufyrirtæki hafa beðið fólk um að fara sparlega með rafmagn og hafa kallað aukamannskap út til að geta brugðist hratt við rafmagnsleysi.