„Ég held að þetta séu rúmlega tvær milljónir króna,“ sagði annar mannanna, Ole Bisseberg, í samtali við VG.
Mennirnir höfðu samband við lögregluna sem tók peningana í sína vörslu og hóf rannsókn á málinu.
Hellirinn var notaður til að fela vopn þegar síðari heimsstyrjöldin stóð yfir en peningarnir eru nýlegir. Aðallega er um búnt með 1.000 króna seðlum að ræða. Þeir voru í svörtum ruslapoka. Þegar mennirnir höfðu talið 500.000 krónur hættu þeir að telja og höfðu samband við lögregluna.