fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Geta ekki skýrt 143 af 144 málum – Geta ekki útilokað tilvist þeirra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 22:30

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn birti bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon skýrslu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Um er að ræða skýrslu um svokallaða fljúgandi furðuhluti, það eru óþekktir hlutir sem bandarískir hermenn hafa séð á flugi og ekki er vitað um uppruna þeirra.

Niðurstaða skýrslunnar er að ekki liggi nægileg gögn fyrir til að hægt sé að slá því föstu hvaðan þessi hlutir koma eða hver eða hverjir eigi þá. Það er því engin niðurstaða í skýrslunni um hvort hér sé um háþróaða tækni, sem á uppruna sinn hér á jörðinni, að ræða eða hvort um hluti frá öðrum plánetum er að ræða.

En Pentagon útilokar heldur ekki að hér sé um hluti frá öðrum plánetum að ræða.

Í skýrslunni  er fjallað um 144 fljúgandi furðuhluti og er aðeins hægt að skýra einn af þeim. Það er því ljóst bandarísk yfirvöld hafa ekki hugmynd um uppruna hinna 143.

Í skýrslunni kemur fram að það sé ljóst að þessir fljúgandi furðuhlutir valdi ákveðnum vanda hvað varðar flugöryggi og geti hugsanlega verið ógn við þjóðaröryggi. Sumir þeirra flugu á hátt sem ekki er mögulegt að gera með þeirri tækni sem við búum yfir nú. Í skýrslunni segir að þetta geti verið blekkingar, tæknibilun eða þá að hermennirnir hafi ekki tekið rétt eftir flugi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga