fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Austurríki sker sig úr hvað varðar morð – Þar eru fleiri konur myrtar en karlar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. júní 2021 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðast hvar í Evrópu eru fleiri karlar myrtir árlega en konur en í Austurríki er þessu öfugt farið.  Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 14 konur myrtar af mökum sínum eða fyrrverandi mökum. Þessu til viðbótar var reynt að myrða 10 til viðbótar eða þær beittar hrottalegu ofbeldi.

Á síðasta ári var 31 kona myrt í Austurríki af núverandi eða fyrrverandi maka. Til samanburðar má nefna að 12 karlar voru myrtir. Austurríki sker sig því mjög úr í samanburði við önnur Evrópuríki en þar eru hlutföllin að jafnaði þannig að 75% myrtra eru karlar.

Þetta hefur vakið mikla reiði í Austurríki og á síðustu mánuðum hefur fólk margoft safnast saman víða um landið til að mótmæla því sem það segir vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Alexander van der Bellen, forseti, hefur einnig sagt að „ekki sé nóg gert til að vernda konur gegn ofbeldi“.

Í maí hét ríkisstjórnin að setja 24,6 milljónir evra í forvarnarverkefni þessu tengd og á megnið af fjármagninu að fara í verkefni tengd karlmönnum sem hafa hlotið dóma fyrir ofbeldisverk. Sebastian Kurz, kanslari, segir að peningar séu ekki stóra málið í þessu og að ekki sé útilokað að meira fé verði veitt í verkefnið. Samtök sem vinna að réttindamálum kvenna segja fulla þörf á því og segja að ef takast eigi að breyta þessu  þurfi að ráða 3.000 manns í vinnu við forvarnir. Að auki þurfi að mennta lögregluna til að hún sé betur í stakk búin til að takast á við mál af þessu tagi. Það mun kosta um 228 milljónir evra að mati samtakanna.

Samkvæmt opinberum tölum er fimmta hver kona í Austurríki beitt ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi. Að meðaltali eru þrjár konur myrtar í hverjum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla