fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Orðrómurinn færist sífellt í aukana – Eitt stærsta mál sinnar tegundar á öldinni ef rétt reynist – Tengist það orðrómnum um uppruna kórónuveirunnar?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 05:57

Stórveldin tvö tefla ótal skákir öllum stundum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikum saman hefur orðrómur verið á kreiki í sumum alþjóðlegum fjölmiðlum, meðal andstæðinga kínverskra stjórnvalda utan Kína, meðal bloggara og á ýmsum vefsíðum. Ef þessi orðrómur reynist á rökum reistur er þetta eitt stærsta mál sinnar tegundar á þessari öld.

Málið snýst um hinn 57 ára Dong Jingwei sem var meðal valdamestu manna í kínversku leyniþjónustunni. Hann er sagður hafa flúið land og hafi gefið sig fram við Bandaríkjamenn. Hann er sagður hafa flúið í gegnum Hong Kong með dóttur sinni og dvelji nú á leynilegum stað. Líklegast í Bandaríkjunum en það er þó ekki öruggt. Ef þetta er rétt þá er þetta stærsta njósnasaga aldarinnar að margra mati og mun hún skekja Kína og alþjóðasamfélagið.

Ekki er hægt að segja til um hvar þessi orðrómur átti upptök sín og ekki er hægt að sannreyna hann fyrr en annar hvor aðilinn, Bandaríkin eða Kína, varpa ljósi á málið. Það gæti gerst með því að Bandaríkjamenn tilkynni að Dong Jingwei sé í Bandaríkjunum eða með því að Kínverjar sýni hann heima í Kína.

Ef hann er nú genginn til liðs við Bandaríkjamenn er ólíklegt að þeir tilkynni það í náinni framtíð. Ef hann er enn í Kína þurfa þarlend yfirvöld í raun að láta undan orðrómnum og sýna Dong Jingwei opinberlega.

Það hefur styrkt grunsemdir margra um að orðrómurinn sé sannur að Kínverjar gerðu klaufalega og misheppnaða tilraun til að segja þjóðinni að hann sé enn í landinu. Innan við sólarhring eftir að fjallað var um málið á bandarísku vefsíðunni Spytalk náði orðrómurinn eyrum stórra breskra og ástralska dagblaða. Þessu svöruðu Kínverjar með því að láta South China Morning Post, sem er dagblað í Hong Kong, birta grein þar sem Dong Jingwei kom við sögu. Hann var sagður hafa verið á ráðstefnu þar sem hann hafi varað við njósnurum og starfi þeirra á öllum stigum stjórnkerfisins. Gallinn við þessa umfjöllun er að hún vísar til vefsíðu sem tilheyrir einni deild kínversku leyniþjónustunnar og hvorki er greint frá stund né stað þessarar ráðstefnu né birtar myndir. Sérfræðingar í málefnum Kína og kínverskra fjölmiðla telja að greinin sé klaufaleg tilraun til að breiða yfir flótta Dong Jingwei. Engin ástæða hafi verið til að birta fréttina og það hversu innihaldslítil hún er og skortur á ljósmyndum valdi því að hún líkist tilraun til að koma falskri frétt á framfæri til að fela hugsanlegt hneyksli.

En hvað sem öllu þessu líður þá er vitað að Dong Jingwei hefur ekki sést opinberlega lengi og Han Lianchao, fyrrum starfsmaður kínversku utanríkisþjónustunnar sem flúði land eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989, segir að Dong Jingwei hafi ekki sést síðan í september á síðasta ári. Han Lianchao er virkur á Twitter og tekur undir orðróminn um flótta Dong Jingwei. Hann hefur meðal annars skrifað að deilurnar sem komu upp á fyrsta fundi fulltrúa ríkisstjórnar Joe Biden með Kínverjum, en fundurinn fór fram í Alaska í mars, hafi aðallega verið vegna þess að Kínverjar kröfðust þess að fá Dong Jingwei framseldan. Þessu hafnaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blákalt að sögn og urðu Kínverjarnir mjög reiðir vegna þess að sögn Han Lianchao.

Dong Jingwei er 58 ára og hefur gegn ýmsum stöðum innan stjórnkerfisins og leyniþjónustunnar. Í apríl 2018 var hann útnefndur vararáðherra öryggismála ríkisins í nýrri ríkisstjórn. Í árslok 2020 var nafn hans fjarlægt af heimasíðum hins opinbera sem og umfjöllun um útnefningu hans sem vararáðherra frá 2018.

Tengslin við Wuhan

Margir hafa bent á að sú staðreynd að málinu sé haldið algjörlega leyndu af Bandaríkjamönnum sé athyglisvert í ljósi þess að Joe Biden hefur algjörlega snúist hugur varðandi uppruna kórónuveirunnar og hugsanlegra tengsla hans við rannsóknarstofuna Wuhan Institute of Virology í Wuhan í Kína sem  stundum hefur verið nefnd til sögunnar sem staðurinn þar sem veiran hafi átt upptök sín.

Upphaflega voru það Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, og stjórn hans sem héldu því fram að veiran hefði átt upptök sín í rannsóknarstofunni. Biden og Demókrataflokkurinn töldu þetta tilraun af hálfu Trump til að firra sig ábyrgð á uppgangi heimsfaraldursins í Bandaríkjunum. Þetta var afstaða Biden þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann skipti skyndilega um skoðun og tilkynnti að ekki væri útilokað að veiran hefði sloppið út úr rannsóknarstofunni. Hann fól leyniþjónustustofnunum að rannsaka málið og gaf þeim 90 daga til þess.

Sumir telja að þessa stefnubreytingu Biden megi rekja til upplýsinga frá Dong Jingwei en líklegt má teljast að hann hafi haft fullan aðgang að upplýsingum um hvað gerðist í Wuhan. Breskir og ástralskir fjölmiðlar hafa birt fréttir um að stjórn Biden gæti hafa fengið nýjar upplýsingar frá Dong Jingwei og af þeim sökum sé stefnubreyting Biden tilkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð