fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Trump sagður hafa óskað að fyrrum ráðgjafi hans létist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 22:30

Donald Trump og John Bolton þegar allt lék í lyndi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sem engin ný tíðindi að það andi mjög köldu á milli Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og John Bolton sem var þjóðaröryggisráðgjafi hans um hríð. En að valdamesti maður heims hafi verið svo fullur haturs í garð Bolton að hann hafi óskað þess að hann smitaðist af COVID-19 og myndi láta lífið af völdum sjúkdómsins hefur ekki komið fram áður.

Þessu halda Yasmeen Abutaleb og Damian Paletta, blaðamenn hjá Washington Post, fram í nýrri bók, Nightmare Scenario, sem fjallar um síðasta ár Trump í Hvíta húsinu. Auk upplýsinga um samband Trump og Bolton þá skýra blaðamennirnir frá ansi dapurlegum viðbrögðum Trump og stjórnar hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Stefna Trump og stjórnar hans varðandi faraldurinn var að sögn höfundanna í fullkominni upplausn og léleg og komið var í veg fyrir að heilbrigðisyfirvöld gætu veitt almenningi réttar upplýsingar um faraldurinn.

Trump er sagður hafa lagt til að smitað fólk yrði sent í fangabúðirnar í Guantanamo á Kúbu en þar eru meintir hryðjuverkamenn í haldi.

Trump rak Bolton úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa 2019 eftir langvarandi deilur þeirra. Ári síðar skrifaði Bolton bók um tíma sinn sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump og kom fram í viðtölum þar sem hann varaði við því að fjögur ár til viðbótar með Trump í Hvíta húsinu myndu hafa hörmungar í för með sér fyrir Bandaríkin.

Trump reyndi að stöðva útgáfu bókarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann sagði bókina vera „hreinan skáldskap“ og skrifaða af „sjúkum hvolpi“.

Í bókinni kemur einnig fram að Trump hafi í upphafi faraldursins gert grín að veirunni og að fólki sem smitaðist af henni. Því er lýst að á fundi 2020 hafi Larry Kudlow hóstað og hafi fundargestir stífnað upp við það. „Trump veifaði höndunum fyrir framan andlit sitt eins og hann væri í gríni að reyna að bægja veirum frá og síðan sagði hann: „Ég er bara að grínast. Larry fær ekki COVID. Hann mun sigra það með bjartsýni sinni.“ Síðan bætti hann að sögn við: „John Bolton . . . Vonandi tekur COVID-19 John.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“