fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 19:06

Ítalir herða aðgerðir gegn óbólusettum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með næsta mánudegi þarf ekki lengur að nota andlitsgrímur utandyra á Ítalíu nema í Valle d‘Aosta í norðvesturhluta landsins. Heilbrigðisráðherra landsins, Roberto Speranza, tilkynnti þetta á mánudaginn.

Ákvörðunin er byggð á ráðleggingum frá ráðgjafarhópi 24 sérfræðinga sem veita ríkisstjórninni ráð um aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Hópurinn hvetur fólk þó til að nota andlitsgrímur þegar það sækir fjölmenna viðburði því þar sé meiri hætta á smiti.

Ástandið hefur farið batnandi á Ítalíu að undanförnu. Á mánudaginn var 21 dauðsfall skráð og 495 ný smit. Sérfræðingar spá því að staðan muni halda áfram að batna og fljótlega verði einnig hægt að afnema grímuskylduna í Valle d‘Aosta.

Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 127.000 manns látist af völdum COVID-19 á Ítalíu og tæplega 4,3 milljónir smita hafa greinst en landsmenn eru rúmlega 60 milljónir. Búið er að bólusetja um 30% landsmanna 12 ára og eldri eða um 16 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi
Pressan
Í gær

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?