Ákvörðunin er byggð á ráðleggingum frá ráðgjafarhópi 24 sérfræðinga sem veita ríkisstjórninni ráð um aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Hópurinn hvetur fólk þó til að nota andlitsgrímur þegar það sækir fjölmenna viðburði því þar sé meiri hætta á smiti.
Ástandið hefur farið batnandi á Ítalíu að undanförnu. Á mánudaginn var 21 dauðsfall skráð og 495 ný smit. Sérfræðingar spá því að staðan muni halda áfram að batna og fljótlega verði einnig hægt að afnema grímuskylduna í Valle d‘Aosta.
Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 127.000 manns látist af völdum COVID-19 á Ítalíu og tæplega 4,3 milljónir smita hafa greinst en landsmenn eru rúmlega 60 milljónir. Búið er að bólusetja um 30% landsmanna 12 ára og eldri eða um 16 milljónir.