fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýtt lyf gegn COVID-19 lofar góðu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 22:10

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar brasilískrar rannsóknar benda til að lyfið Xeljanz komi að gagni við meðhöndlun COVID-19-sjúklinga. Lyfið er nú þegar á markaði í Bandaríkjunum þar sem það er notað við liðagigt, psoriasisgigt og blæðandi ristilbólgu.

Niðurstöður brasilísku rannsóknarinnar voru nýlega birtar í New England Journal of Medicine. Rannsóknin beindist að lyfinu tofacitinib sem lyfjafyrirtækið Pfizer selur undir heitinu Xeljanz. 289  brasilískir sjúklingar, sem allir voru með lungnabólgu, tóku þátt í rannsókninni. Að sögn Pfizer þá fækkaði dauðsföllum við notkun lyfsins sem og hættunni á að fólk glímdi við öndunarörðugleika.

Helmingur þátttakendanna fékk eina töflu af Xeljanz tvisvar á dag auk almennrar meðferðar gegn ofvirku ónæmiskerfi. Hinn helmingurinn fékk lyfleysu og almenna meðferð gegn ofvirku ónæmiskerfi.

Eftir 28 daga voru 18,1% þeirra sem fengu Xeljanz látnir eða höfðu glímt við öndunarörðugleika. Í samanburðarhópnum var hlutfallið 29%. Hér er því um að ræða 63% tölfræðilegan mun.

Sjúklingar með öndunarörðugleika voru þeir sem þurftu annað hvort að fá súrefnisgjöf eða vera í öndunarvél. Á þessum 28 dögum létust 2,8% þeirra sem fengu lyfið en 5,5% þeirra sem fengu lyfleysuna. Alvarlegar aukaverkanir komu fram hjá 14,1% þátttakendanna sem fengu lyfið en hjá 12% þeirra sem fengu lyfleysu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“