fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Milljarðafjárfesting skilar loks árangri – Lego breytir framleiðslu kubbanna vinsælu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 08:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra ára vinnu á rannsóknarstofum, fjárfestingu upp á sem nemur tugum milljarða íslenskra króna og tilraunir með 250 mismunandi tegundir kubba telur danski leikfangaframleiðandinn Lego að búið sé að finna uppskriftina að kubbum framtíðarinnar. Þeir verða gerðir úr endurunnu plasti.

Finans hefur eftir Tim Brooks, yfirmanni umhverfismála Lego, að fyrirtækið hafi nú náð mikilvægum áfanga því það geti nú í fyrsta sinn kynnt til sögunnar nýja frumgerð hinna klassísku Legokubba sem sé búin til úr endurunnum plastflöskum. Þessi frumgerð uppfyllir að hans sögn þær kröfur sem fyrirtækið gerir til framleiðslu sinnar og kubbarnir virka nákvæmlega eins og gömlu kubbarnir.

Frá 2015 hefur hópur um 150 starfsmanna Lego unnið að tilraunum með að gera kubbana úr nýjum efnum til að komast að hvort hægt sé að framleiða þá úr endurunni plasti.

Eftir tilraunum með 250 kubba, sem eru búnir til úr plasti eins og gosdrykkjaflöskur eru búnar til úr, er hópurinn nú tilbúinn með frumgerð sem virkar. Auk þess hefur hann komist að því að hægt er að búa til 10 kubba úr eins lítra flösku.

Verkefnið er miðpunktur loftslagsmarkmiðs Lego um að losun fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé engin. Í upphafi lagði fyrirtækið 150 milljónir dollara í að þróa þessa nýju tegund kubba en hefur síðan aukið framlagið um 400 milljónir dollara.

Enn er þó stórt verkefni fyrir höndum við að ná því markmiði að allir kubbar verði framleiddir úr endurunnu plasti árið 2030 því enn sem komið er, er aðeins um frumgerð að ræða. Brooks benti á að enn eigi eftir að finna út hvernig sé hægt að framleiða trausta kubba í litum og ýmsum stærðum og gerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?