Önnur verksmiðjan er í Reinbek í Þýskalandi en hin er í Stein í Sviss. Þýska lyfjafyrirtækið Allergopharma á verksmiðjuna í Reinbek og Novartis þá í Stein. Verksmiðjurnar munu annast mismunandi hluta af framleiðsluferlinu.
EMA reiknar með að verksmiðjurnar muni leggja sitt af mörkum til að sjá ríkjum ESB fyrir áframhaldandi skömmtum af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech.
Í fréttatilkynningu frá EMA kemur fram að Framkvæmdastjórn ESB þurfi ekki að leggja blessun sína yfir leyfin og því sé hægt að hefja framleiðslu samstundis í verksmiðjunum. Ekki kemur fram hvaða áhrif þetta hefur á magn þess bóluefnis sem verður afhent til Evrópuríkja.
Þann 1. júní mælti EMA með því að Pfizer fengi heimild til að auka við bóluefnaframleiðslu sína í verksmiðju fyrirtækisins í Puurs í Belgíu.