Danir gengu til liðs við Bandaríkin og fleiri þjóðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin i september 2001.
„Við misstum marga í Afganistan. Hugmyndin um að hægt væri að breyta samfélaginu í lýðræðissamfélag er brostin. En á móti tókst að berja hryðjuverkasamtök, sem vildu berjast við restina af heiminum, niður. Þau hófu aðgerðir sínar með því að fljúga flugvélum á World Trade Center þann 11. september 2001 og höfðu í hyggju að gera svipaðar árásir víðar um heiminn. Það var komið í veg fyrir það,“ sagði Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, þegar hún tók á móti síðustu hermönnunum, sem komu frá Afganistan, í gær.
Brotthvarf dönsku hermannanna tengist ákvörðun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, um draga bandaríska herinn frá landinu en síðustu hermennirnir eiga að vera farnir úr landi fyrir 11. september næstkomandi. Í kjölfar ákvörðunar Biden ákváðu bandalagsríki Bandaríkjanna að fylgja fordæmi þeirra og kalla herlið sín heim.