Lögreglunni var tilkynnt um skothríð á útisvæði pitsastaðar í Sätra skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Á vettvangi kom lögreglan að tveimur mönnum með skotsár. Auk hinna særðu var fjöldi annarra gesta á veitingastaðnum.
Í gærkvöldi tilkynnti lögreglan að 25 ára karlmaður hefði látist af völdum skotsára sem hann hlaut í árásinni. Ekki hefur verið skýrt frá hversu alvarlega hinn maðurinn er særður.
Vitni segja að tveir menn hafi flúið af vettvangi eftir árásina. Ekki er vitað hvort þeir hleyptu báðir af skotum en þeir eru báðir grunaðir um aðild að árásinni. Annar flúði á rafskútu en hinn hljóp á brott að sögn talsmanns lögreglunnar.