Aftonbladet skýrir frá þessu. Lögregluna grunar að 33 ára læknir sé höfuðpaurinn í þessu meinta svindli. Hann er grunaður um að hafa með þessu gert kórónuveirunni auðveldar fyrir með að dreifa sér, að hafa stofnað lífi fólks í hættu og fyrir fjársvik. Að auki er 55 ára læknir grunaður um að hafa skrifað undir falskar niðurstöður hraðprófa og að hafa gefið út ferðastaðfestingar fyrir viðskiptavini. Fertugur maður liggur einnig undir grun fyrir aðild að málinu. Lýst hefur verið eftir þremenningunum. Aftonbladet segir að þrír til viðbótar hafi verið handteknir.
Alexandra Bittner, saksóknari, sem stýrir rannsókn málsins vildi ekki tjá sig mikið um það en staðfesti að rannsókn væri hafin á málinu.
Grunur beindist að fyrirtækinu þegar nokkrir læknar tilkynntu um sjúklinga með COVID-19 sem höfðu áður fengið neikvæða niðurstöðu hjá fyrrgreindu fyrirtæki.