60% íbúa í Tigray og nágrannahéruðunum Amhara og Afar glíma nú þegar við matvælaskort en þetta eru um 5,5 milljónir manna. Mark Lowcodk, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, segir að nú sé hungursneyð ríkjandi í Tigray. Hann sagði að fjöldi þeirra sem glíma við hungursneyð sé sá mesti síðan 250.000 Sómalar létust úr hungri 2011. „Ástandið á eftir að versna mjög mikið,“ sagði hann.
Á grundvelli skýrslunnar hefur fjöldi stofnana SÞ lýst yfir áhyggjum á hættunni á hungursneyð ef átökin harðna enn frekar og starfs hjálparsamtak verður gert erfiðara en það er nú þegar.
Átökin í héraðinu eru á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna en þau hörðnuðu til muna í nóvember á síðasta ári þegar stjórnarherinn var sendur inn í norðurhluta Tigray til að berjast við uppreisnarmenn sem krefjast sjálfstæðis Tigray.