fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Trump segist verða settur aftur í forsetaembættið í ágúst

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 06:59

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur að undanförnu sagt nánu samstarfsfólki sínu að hann reikni með að verða settur aftur í embætti forseta í ágúst. Trump hefur ítrekað haldið þeim staðlausu fullyrðingum fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Hann hefur ekki getað lagt nein gögn fram þessu til stuðnings og dómstólar hafa vísað tugum mála, tengdum þessum fullyrðingum, frá.

Stuðningsfólk Trump hefur þó ekki gefist upp og dreymir enn um að hann taki aftur við forsetaembættinu. Á ráðstefnu QAnon í Dallas um helgina hvatti Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, herinn til að fremja valdarán til að koma Trump aftur í embætti.

„Trump hefur sagt mörgum að hann reikni með að verða settur aftur í embætti í ágúst (nei, það er ekki þannig sem þetta virkar, en ég deili bara þessum upplýsingum),“ skrifar Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, á Twitter.

Hún hefur skrifað um Trump áratugum saman fyrir New York Times og aðra fjölmiðla og er talinn meðal þeirra blaðamanna sem hefur aðgang að bestu heimildarmönnunum í kringum Trump.

Hún skrifar einnig að þessar fullyrðingar Trump verði að skoða í ljós yfirstandandi sakamálarannsóknar í New York á málefnum Trump og fyrirtækjum hans. Nýlega var ákærudómstóll kallaður saman til að fara yfir sönnunargögn og meta hvort grundvöllur sé fyrir að ákæra Trump eða aðra starfsmenn fyrirtækja hans. „Þetta gerist ekki í tómarúmi. Þetta gerist af því að hann stendur frammi fyrir hugsanlegri ákæru frá saksóknara á Manhattan“, skrifar Haberman.

Hugmyndin um að Trump verði hugsanlega settur aftur í embætti í ágúst hefur að undanförnu verið mikið rædd í íhaldssömum bandarískum fjölmiðlum, fjölmiðlum sem eru lengst til hægri í hinu pólitíska litrófi, að sögn Business Insider.

Einn af hörðustu stuðningsmönnum Trump er Mike Lindell, eigandi koddafyrirtækisins MyPillow. Í hlaðvarpi með Steve Bannon, fyrrum aðalráðgjafa Trump, sagði Lindell að hann væri með svo mikið af sönnunargögnum sem staðfesta kosningasvindl í forsetakosningunum að hæstiréttur muni ógilda úrslitin og úrskurða Trump í hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987