fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Töldu að ung færeysk kona hefði framið sjálfsvíg árið 2012 – Rannsókn lögreglunnar leiddi annað í ljós

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 06:00

Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 rak lík hinnar 16 ára Maria Fuglø Christiansen upp að stíflu nærri heimili hennar í bænum Hvannasund í Færeyjum. Lögreglan sagði þá að ekkert saknæmt hefði átt sér stað, hún hefði tekið eigið líf. Þetta undruðust margir því Maria var lífsglöð og hress stúlka. En málið tók nýja stefnu árið 2013.

TV2 segir að þá hafi fyrrum unnusti Maria verið handtekinn vegna hrottalegrar hnífstunguárásar á fjórar manneskjur í nágrannabæ Hvannasund. Hann var síðar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir árásina. Í kjölfarið fór athygli lögreglunnar að beinast að unnustanum fyrrverandi og hvort hann gæti hafa tengst andláti Maria. Lík hennar var grafið upp og krufið en engin merki um ofbeldi fundust á því. Lögreglan hélt sig því við kenningu sína að um sjálfsvíg hefði verið að ræða en fjölskylda Maria var ekki sátt við það. „Hún skildi ekki eftir sig kveðjubréf, hún glímdi ekki við andleg veikindi. Það var ekkert að,“ er haft eftir Christian Andreassen, lögmanni fjölskyldu Maria.

Málið er nú fyrir dómi í Tórshavn en unnustinn fyrrverandi var nýlega ákærður fyrir að hafa myrt Maria. Það var gert eftir að danski ríkissaksóknarinn gerði færeysku lögreglunni að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik árið 2017 en fjölskylda Maria hafði kvartað til hans árinu áður yfir niðurstöðu færeysku lögreglunnar. Ríkissaksóknarinn lagði fyrir lögregluna að yfirheyra vitni á nýjan leik en þau höfðu að sögn heyrt unnustann fyrrverandi segja að hann teldi sig bera ábyrgð á láti Maria.

Upplýsingar úr farsímakerfum leiddu í ljós að Maria hlaut að hafa verið með unnustanum fyrrverandi nóttina sem hún lést. Í gær sagði unnustinn fyrir dómi að þau hefðu hist þessa nótt um klukkan 02.30. Það hefðu þau bara gert því eitthvað ósætti hafi verið þeirra á milli sem hann hafi viljað binda enda á.

Í gær kom fram í máli saksóknara að tekist hafi að finna smáskilaboð sem fóru á milli Maria og hins ákærða með tækni dagsins í dag sem gerði lögreglunni kleift að skoða samskiptin en það var ekki hægt 2012. Unnustinn fyrrverandi hafði eytt skilaboðunum úr farsíma sínum og farsími Maria hafði legið í vatni í margar klukkustundir þegar lík hennar fannst.

Unnustinn fyrrverandi var fluttur til Færeyja frá Danmörku til að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur setið í fangelsi í Danmörku þar sem hann afplánar dóminn fyrir hnífaárásirnar 2013.

Fyrir dómi í gær neitaði hann að hafa orðið Maria að bana. Einnig kom fram að einhver slökkti á farsíma Maria tíu mínútum eftir að þau höfðu mælt sér mót.

Michael Boolsen, lögreglustjóri í Færeyjum, sagði í gær að óháð því hver niðurstaða málsins verði þá sé ljóst að rannsókn lögreglunnar hafi ekki verið nægilega góð í upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga