fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Tígrisdýraskytta handsömuð eftir 20 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 18:00

Bengaltígur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hafði lögreglan í Bangladess loks hendur í hári Habib Talukder, einnig þekktur sem Tiger Habib, eftir að henni barst ábending um dvalarstað hans. Lögreglan hafði leitað hans í 20 ár en hann er grunaður um að hafa skotið 70 Bengaltígra en þeir eru í útrýmingarhættu.

Hann hefur haldið sig nærri Sundarbans, sem er á landamærum Indlands og Bangladess, síðustu árin þar sem hann hefur stundað veiðiþjófnað. Lögreglan segir að hann hafi búið nærri skóginum og hafi margoft náð að flýja undan lögreglunni þegar hún leitaði hans. En nú er ekki annað að sjá en hann endi í fangelsi um langa hríð.

BBC segir að nú séu aðeins nokkur þúsund Bengaltígrar sem lifa frjálsir úti í náttúrunni, flestir þeirra eru í Sundarbans. Dýrin eru vinsæl skotmörk veiðiþjófa sem fá háar fjárhæðir fyrir feld þeirra, bein og kjöt á kínverska svartamarkaðnum og víðar.

Talukder er sagður hafa starfað við hunangssöfnun úr búum villtra býflugna í skóginum en hafi síðan snúið sér að veiðum á tígrisdýrum. Hann er sagður mjög hættulegur og nýtur mikillar virðingar á svæðinu.

Yfirvöld í Bangladess segja að þar í landi séu nú 114 Bengaltígrar og hefur þeim fjölgað um 8 síðan 2019 en þá voru lög varðandi veiðiþjófnað hert til muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf
Pressan
Fyrir 3 dögum

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar