fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þegar eldgosið hófst stóðu hjúkrunarfræðingarnir frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 06:03

Gosið í Nyiragongo séð frá Rúanda. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar eldgos hófst nýlega í eldfjallinu Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þurftu mörg þúsund manns að flýja heimili sín í Goma undan hraunstraumnum. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsi í borginni stóðu þá frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns.

Þeir þurftu að velja á milli að leggja á flótta til að bjarga lífi sínu eða verða eftir hjá konum, sem voru að fæða, og gátu ekki lagt á flótta.

Stanislas Kaylyanga, hjúkrunarfræðingur, var að sinna tveimur konum, sem voru með hríðir, þegar eldgosið hófst. „Það var erfitt að þurfa að yfirgefa þær. Ég hugsaði með mér að ef við myndum deyja þá myndum við deyja fyrir sjúklingana,“ sagði hann að sögn TV2.

Hann ákvað að leggja ekki á flótta og verða eftir hjá konunum. Flory Kubuya tók sömu ákvörðun. „Við höfum svarið þess eið að sinna sjúklingum okkar,“ sagði hún. Hún sagðist því hafa ákveðið að vera eins lengi hjá konunum og hún gæti og myndi þá frekar leggja á flótta síðar ef þörf krefði.

Nyiragongo er talið eitt hættulegasta eldfjall heims. Öflugt gos byrjaði þar 22. maí og fylgdu því miklir hraunstraumar sem runnu yfir fjölda bæja og inn í Goma en þar búa tæplega 700.000 manns. Að minnsta kosti 32 létust, flestir eftir að hafa andað að sér eitruðum lofttegundum.

Mörg hundruð jarðskjálftar hafa riðið yfir svæðið síðustu daga og jarðfræðingar vara við hættu á nýjum hraunstraumi. Einnig óttast sérfræðingar að eiturgufur muni stíga upp frá botni Kivuvatns og því hefur fjöldi íbúa verið fluttur frá Goma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum