fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

„Svínið“ látið laust – Vekur mikla reiði – Hefur rúmlega 100 morð á samviskunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 06:59

Giovanni Brusca í höndum lögreglunnar 1996. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Giovanni Brusca, oft nefndur „Svínið“, látinn laus úr fangelsi á Ítalíu. Hann er 64 ára og hafði eytt síðustu 25 árum á bak við lás og slá. Hann er sagður vera einn miskunarlausasti glæpamaður síðari tíma á Ítalíu en hann hefur játað aðild að 100 morðum. Það hefur vakið mikla reiði á Ítalíu að hann hafi verið látinn laus.

Meðal margra morða hans er morðið á Giovanni Falcone, sem var þekktur dómari í málum tengdum mafíunni en hann var í fararbroddi í baráttunni gegn henni. Falcone, eiginkona hans og þrír lífverðir voru myrt þann 23. maí 1992 á Sikiley þegar sprengja sprakk í bíl þeirra. Það var Brusca sem ýtti á hnappinn sem tendraði sprengjuna.

„29 árum síðar höfum við ekki enn fengið að vita sannleikann um morðið á Falcone og um Giovanni Brusca, manninn sem lagði fjölskyldu mína í rúst,“ sagði eiginkona eins lífvarða Falcone í gær.

Eitt hrottalegasta morðið sem Brusca hefur á samviskunni er á 12 ára dreng. Honum var rænt í hefndarskyni fyrir að faðir hans hafði átt í samstarfi við yfirvöld. Honum var haldið föngnum í tvö ár við skelfilegar aðstæður en síðan var hann kyrktur. Lík hans var síðan leyst upp í saltsýru. „Það getur ekki verið að lögin gildi fyrir fólk eins og hann,“ sagði Santiona Di Matteo, faðir drengsins, í gær í samtali við Corriere della Sera. Di Matteo fer huldu höfði af ótta við mafíuna.

Brusca var látinn laus í gær því hann vitnaði gegn mafíunni en sá vitnisburður tryggði honum reynslulausn í fjögur ár. Sjálfur var hann lykilmaður í Cosa Nostra og var einn tryggasti samstarfsmaður Salvatore Toto Riinas, leiðtoga Cosa Nostra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast