Bandaríska geimferðastofnunin NASA og kanadíska geimferðastofnunin CSA skýrðu frá þessu nýlega. Tjónið uppgötvaðist 12. maí síðastliðinn. Þetta er ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem ISS verður fyrir geimrusli og skemmist. Það auðveldar ekki málið að erfitt er að sjá fyrir hvenær geimrusl lendir á ISS en það getur valdið miklu tjóni en sem betur fer var um lítið stykki að ræða að þessu sinni. Vélmennið er enn virkt.
Hluturinn sem lenti á ISS var undir 10 cm á lengd og því var ekki hægt að fylgjast með því á ratsjám. En svona lítið stykki getur valdið miklu tjóni því þau eru á um 25.000 km/klst og geta því farið í gegnum málmplötur. ISS er því með sérstakar varnir víða, auka veggi sem eiga að draga úr líkunum á að geimrusli fari alveg í gegn um ytri veggina.
Hættulegasta geimruslið er það sem er stærra en 10 cm en um 34.000 slíkir hlutir eru á braut um jörðina. Fylgst er með 28.600 af þessum hlutum. Hlutir, sem eru á milli 1 og 10 cm, eru um 900.000. Þegar kemur að hlutum sem eru minni en 1 cm er magnið gríðarlegt eða 128 milljónir.