fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telur að hugsanlega sé ekki hægt að snúa þróuninni á Norðurskautinu við

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 17:30

Þessi heimskautarefur þarf að laga sig að breyttum aðstæðum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er sá tími liðinn að hægt verði að snúa þróuninni á Norðurskautinu við hvað varðar áhrif loftslagsbreytinganna og bráðnun hafíss. Þetta segir í aðvörun sem Markus Rex, sem stóð fyrir stærsta rannsóknarleiðangri sögunnar til Norðurpólsins á síðasta, ári setti fram nýlega.

Hann segir að bráðnun sumarhafíssins sé ein fyrsta sprengjan á því jarðsprengjusvæði sem megi líkja svæðinu við. Hann sagði að þessi bráðnun væri eitt þeirra atriða sem losnar úr læðingi þegar við höfum gengið of langt hvað varðar hnattræna hlýnun. Nú sé hægt að spyrja sig hvort við höfum í raun stigið á fyrstu jarðsprengjuna og sett keðju sprenginga af stað.

Rex var í forsvari fyrir stærsta og dýrasta rannsóknarleiðangur sögunnar til Norðurpólsins á síðasta ári. Leiðangurinn, sem var farinn á ísbrjótnum Polarstern kostaði 140 milljónir evra en í honum tóku mörg hundruð vísindamenn frá rúmlega tuttugu löndum þátt. Rex segir Norðurpólinn vera „miðpunkt loftslagsbreytinganna“.

Í leiðangrinum, sem stóð í 389 daga, voru tekin mörg sýni af ís og annarra gagna aflað um stóran hluta Norðurskautsins.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út