fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Stígur fyrir fatlaða vekur reiði Grikkja

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 13:30

Akropolis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur stígur, sem er hannaður til að auðvelda aðgengi fatlaðra, orðið að hneykslismáli? Já er svarið hvað varðar nýjan stíg upp að hinu sögufræga Akropolis í Aþenu í Grikklandi. Sagnfræðingar og fornleifafræðingar eru ævareiðir vegna stígsins.

Ákveðið var að gera stíginn á meðan heimsfaraldurinn herjar á heimsbyggðina því lítið er um ferðamenn og því tilvalið að fara út í framkvæmdir. Lagning hans er hluti af endurnýjun og viðhaldi á þessum sögufræga stað.

Búið er að koma nýrri lyftu fyrir við norðurendann en hún getur flutt tvo hjólastóla í einu. Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta aðgengi fatlaðra.

En fornleifafræðingar eru ósáttir við þetta og telja að endurbæturnar og framkvæmdirnar hafi farið úr böndunum. Þeir segja svo rangt að leggja steinsteyptan stíg upp að þessum sögufræga stað eingöngu til að þóknast ferðamönnum. Þetta sé gert á kostnað varðveislu þessa sögufræga staðar. 3.500 manns hafa skrifað undir opið bréf þar sem hvatt er til þess að stígarnir verði fjarlægðir og allar yfirstandandi framkvæmdir verði stöðvaðar sem og allar fyrirhugaðar framkvæmdir.

Telja bréfritarar að með lagningu stígsins og annarra stíga sé verið að eyðileggja náttúrulegt umhverfi Akropolis og gjaldfella það. The Guardian segir að einnig hafi því verið haldið fram að framkvæmdirnar séu „hneyksli á alþjóðlegan mælikvarða“, sérstaklega í ljósi þess að Akropolis er á Heimsminjaskrá UNESCO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“