Bandaríkjamaður að nafni Jody Smith, sem er frá New York, getur kannski varpað ljósi á það. Hann glímdi áður fyrr við kvíða, kvíðaköst og yfirþyrmandi ótta við að deyja. Líf hans snerist að stórum hluta um þetta en það gerir það ekki lengur.
Hann gekkst undir skurðaðgerð þar sem læknar fjarlægðu hægri amygdala heilans en það er sá hluti hans sem stjórnar „flótta eða berjast á móti“ viðbrögðum okkar. Eftir þetta hefur hann ekki fundið til ótta. Aðgerðin var gerð til að vinna bug á flogaveiki sem hann glímdi einnig við.
„Þegar ég segi að ég finni ekki lengur til ótta nota ég orðið til að lýsa einstakri tilfinningu. Margir lýsa hlutum með orðinu ótta eins og „ég er hræddur við stelpur“ eða „ég er hræddur við mistök“ en ég tala um þann ótta sem þú finnur þegar þú stendur frammi fyrir dauðanum eða alvarlegum meiðslum. Það er sá ótti sem ég er laus við,“ sagði hann í samtali við Vice.