fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hluti heila hans var numinn á brott – Finnur ekki lengur til ótta

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 19:30

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótti er eðlilegur hluti af lífinu og eflaust óttast flestir eitthvað. Ótti er ekki endilega slæmur hlutur en hann getur verið óþægilegur. Hann er einhverskonar varnarviðbragð sem getur skipt sköpum um hvort fólk heldur lífi. En hvernig ætli það sé að verða aldrei hræddur?

Bandaríkjamaður að nafni Jody Smith, sem er frá New York, getur kannski varpað ljósi á það. Hann glímdi áður fyrr við kvíða, kvíðaköst og yfirþyrmandi ótta við að deyja. Líf hans snerist að stórum hluta um þetta en það gerir það ekki lengur.

Hann gekkst undir skurðaðgerð þar sem læknar fjarlægðu hægri amygdala heilans en það er sá hluti hans sem stjórnar „flótta eða berjast á móti“ viðbrögðum okkar. Eftir þetta hefur hann ekki fundið til ótta. Aðgerðin var gerð til að vinna bug á flogaveiki sem hann glímdi einnig við.

„Þegar ég segi að ég finni ekki lengur til ótta nota ég orðið til að lýsa einstakri tilfinningu. Margir lýsa hlutum með orðinu ótta eins og „ég er hræddur við stelpur“ eða „ég er hræddur við mistök“ en ég tala um þann ótta sem þú finnur þegar þú stendur frammi fyrir dauðanum eða alvarlegum meiðslum. Það er sá ótti sem ég er laus við,“ sagði hann í samtali við Vice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“