Klerkastjórnin hefur kennt Kínverjum og Rússum um og segir þá ekki hafa afhent umsamið magn bóluefna. Ekki bætir úr skák að Ali Khamenei, æðstiklerkur, bannaði í janúar notkun bóluefna sem eru framleidd í Bandaríkjunum og Bretlandi og af fyrirtækjum frá löndunum tveimur.
Þetta hefur leitt til sölu á bóluefnum frá Vesturlöndum á svarta markaðnum. Hægt er að kaupa bóluefni frá Pfizer/BioNTech í Teheran fyrir 1.100 til 2.600 dollara. Efninu er smyglað frá Írak.
En nú er kannski farið að rofa til því fyrir nokkrum dögum veittu yfirvöld nýju írönsku bóluefni neyðarleyfi. Það er íranska lyfjafyrirtækið Shifafarmed sem framleiðir bóluefnið sem heitir Coviran Barekat. Stefnt er að því að hefja fjöldaframleiðslu á því í næstu viku og er reiknað með að 11 milljónir skammta verði framleiddir á mánuði. Saeed Namaki, heilbrigðisráðherra, sagði í vikunni að þetta muni gera Íran að einum stærsta framleiðanda heims á bóluefnum gegn kórónuveirunni.
Ekki hafa verið birt gögn um hversu mikil virkni bóluefnisins er en það hefur farið í gegnum þrjár stórar tilraunir síðan í janúar.