Þetta kemur fram í tilkynningu frá CureVac. Fram kemur að virkni Curevac hafi verið rannsökuðu í tengslum við að minnsta kosti 13 afbrigði af kórónuveirunni. Bóluefnið reyndist veita 47% vernd gegn COVID-19 og uppfyllti ekki fyrirfram gefin viðmið segir fyrirtækið.
Lokarannsóknir á bóluefnin standa enn yfir og CureVac hefur ekki enn sótt um markaðsleyfi fyrir það.
ESB hafði pantað 405 milljónir skammta af bóluefninu en ekkert verður af þeim samningi nema bóluefnið fái markaðsleyfi hjá Evrópsku lyfjastofnuninni.