The Guardian segir að krufning hafi staðfest að björn hafi orðið manninum að bana. Hans hafði verið saknað en hann fór í gönguferð í skógi nærri Liptovska Luzna. Hann fannst liggjandi á maganum á göngustíg. Hann hafði verið bitinn á háls og í magann og rifbeinin.
Birnir eru algengir í fjalllendi í Slóvakíu og hefur stofnstærðin þrefaldast á tuttugu árum. Fyrir tveimur áratugum voru þeir um 900 en eru nú tæplega 2.800. Þetta hefur aukið þrýsting á yfirvöld að heimila veiðar á þeim.
Innanríkisráðuneyti landsins segir að lífsýni úr birninum verði tekin til rannsóknar til að hægt sé að bera kennsl á hann. Á síðasta ári réðust birnir fimm sinnum á fólk en enginn lést.