fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Björn varð manni að bana í Slóvakíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 16:05

Brúnbjörn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 ára maður var drepinn af brúnbirni í Slóvakíu nýlega. Þetta gerðist í miðhluta landsins og er í fyrsta sinn í um eina öld sem staðfest hefur verið að björn hafi orði manni að bana. Bjarnarstofninn í landinu hefur þrefaldast á síðustu tuttugu árum.

The Guardian segir að krufning hafi staðfest að björn hafi orðið manninum að bana. Hans hafði verið saknað en hann fór í gönguferð í skógi nærri Liptovska Luzna. Hann fannst liggjandi á maganum á göngustíg. Hann hafði verið bitinn á háls og í magann og rifbeinin.

Birnir eru algengir í fjalllendi í Slóvakíu og hefur stofnstærðin þrefaldast á tuttugu árum. Fyrir tveimur áratugum voru þeir um 900 en eru nú tæplega 2.800. Þetta hefur aukið þrýsting á yfirvöld að heimila veiðar á þeim.

Innanríkisráðuneyti landsins segir að lífsýni úr birninum verði tekin til rannsóknar til að hægt sé að bera kennsl á hann. Á síðasta ári réðust birnir fimm sinnum á fólk en enginn lést.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti