Nýlega komst upp um þetta og leiddi það til þess að ein sérsveit lögreglunnar var lögð niður.
Peter Beuth, innanríkisráðherra í Hessen, sagði að auk lögreglumannanna hafi sjö til viðbótar verið í spjallhópum þeirra en það hafi ekki verið lögreglumenn.
24 af meðlimum spjallhópanna eru ekki til rannsóknar hjá lögreglunni né hafa sætt agaviðurlögum en mál hinna eru til rannsóknar.
Saksóknarar rannsaka einnig mál fleiri lögreglumanna sem eru taldir tengjast hópum öfgahægrimanna og enn aðrir hafa sætt agaviðurlögum.
Í nýrri skýrslu þýsku leyniþjónustunnar BfV er varað við uppgangi ofbeldisfullra nýnasista en á síðasta ári fjölgaði þeim um 3,8% og eru þeir nú 33.300. um 40% þeirra eru taldir ofbeldishneigðir, reiðubúnir til að beita ofbeldi eða styðja ofbeldisverk.