Það stefnir því í að enn bætist í vopnabúr okkar gegn kórónuveirunni sem hefur herjað á heimsbyggðina síðan snemma árs 2020. Þetta gæti orðið sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að mörg þróunarríki vantar sárlega bóluefni.
Novavax segir að miðað við fyrirliggjandi gögn veiti bóluefnið 90% vernd eftir tvo skammta en það er sama vernd og bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna veita.
Tæplega 30.000 manns, 18 ára og eldri, tóku þátt í rannsókn Novavax. Tæplega helmingur þátttakendanna var af ættum svartra, asískra eða suðuramerískra Bandaríkjamanna.
Nú hefur eftirspurn eftir bóluefnum gegn COVID-19 dregist mjög mikið saman í Bandaríkjunum og á landið nóg af bóluefnum til að gefa öðrum ríkum sem hafa þörf fyrir þau. Rúmlega helmingur Bandaríkjamanna hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni en tæplega 1% íbúa þróunarlandanna hefur fengið einn skammt hið minnsta. Þetta sýna tölur frá Oxfordháskóla.
Auðvelt er að flytja og geyma bóluefni Novavax og því reiknað með að það muni leika lykilhlutverk í bólusetningum í fátæku ríkjum heimsins.
Það verður þó ekki alveg strax því fyrst þarf að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar um heiminn. Að auki hefur fyrirtækið glímt við hráefnisskort. En þegar kemur fram á haust reiknar fyrirtækið með að geta framleitt 100 milljónir skammta af bóluefninu á mánuði.