fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 05:59

Kjallari. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári voru norskir lögreglumenn að rannsaka mál sem var nefnt „Aðgerð Thompson“ en það snerist um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Þeir sáu að maðurinn afhenti öðrum manni fíkniefni. Þeir fylgdu honum því næst eftir og handtóku hann áður en hann komst heim til sín í Toten. Því næst lá leiðin heim til hans þar sem lögreglan gerði húsleit. Það sem fannst í kjallaranum getur kostað manninn 21 ár í fangelsi.

Í kjallaranum var amfetamínverksmiðja og telur lögreglan að þar hafi mikið magn amfetamíns verið framleitt eða 143,8 kíló. Söluverð þess magns er á milli 28 og 57 milljónir norskra króna miðað við verð á amfetamíni í Osló 2018. Lögreglan telur að amfetamínið hafi verið selt innanlands. TV2 skýrir frá þessu.

Hluti þess sem fannst í kjallaranum. Mynd:Kripos

Ákæra á hendur manninum verður tekin fyrir hjá undirrétti í Osló þann 25. ágúst næstkomandi. Hann á allt að 21 árs fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn.

Lögreglan telur að framleiðslan í kjallaranum hafi verið hluti af starfsemi skipulagðra glæpasamtaka en í heildina hafa 11 stöðu grunaðs í „Aðgerð Thompson“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Í gær

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár