fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 22:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 74 löndum um allan heim, þar á meðal í Kína, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum og við Kyrrahaf. Afbrigðið, sem átti uppruna sinn á Indlandi, er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Í Bandaríkjunum fer smitum nú fjölgandi og tvöfaldast aðra hverja viku. Hér í Evrópu eru það Bretar sem hafa farið einna verst út úr þessu afbrigði en þar fjölgaði smitum um 64% í síðustu viku frá vikunni á undan. The Guardian segir að deltaafbrigðið eigi sök á rúmlega 90% allra smita í landinu þessa dagana.

The Guardian hefur eftir Ashish Jha, yfirmanni lýðheilsudeildar Brown háskólans í Bandaríkjunum, að deltaafbrigðið sé það mest smitandi sem hefur komið fram enn sem komið er. Það er sagt valda alvarlegri veikindum og einkennum en önnur afbrigði veirunnar. Samkvæmt því sem indverskir læknar segja þá glíma sjúklingar við magaverki, ógleði, uppköst, lystarleysi, heyrnartap og liðaverki.

Staðan í Bretlandi varð til þess á mánudaginn að Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti að afnámi sóttvarnaaðgerða verði frestað um fjórar vikur en þær áttu að falla úr gildi 19. júní.

Fréttir frá Guangzhou í Kína hafa vakið miklar áhyggjur en samkvæmt þeim þá hafa 12% smitaðra orðið alvarlega veikir innan þriggja til fjögurra daga frá því að sjúkdómseinkenni gerðu vart við sig. Þetta er allt að fjórum sinnum hærra hlutfall en í fyrri holskelfum faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum