Reuters segir að íbúar í bænum biðji bænir við altarið og skilji eftir heilagt vatn og blóm hjá gyðjunni. „Kannski mun hún með blessun sinni frelsa okkur, bæinn okkar og alla aðra,“ sagði einn bæjarbúa að söng Reuters.
Heimsfaraldurinn herjaði af miklum krafti á Indlandi í apríl og maí en að undanförnu hefur ástandið heldur lagast og smitum fækkað mikið en hvort það er „kórónugyðjunni“ að þakka er ekki ljóst.