Það var þó ekki fyrr en nýlega sem gröfin og leifar stúlkunnar voru rannsakaðar með kolefnisgreiningu og DNA-rannsókn að sögn LiveScience.
Niðurstaðan er að stúlkan var uppi fyrir 300 árum og það kom vísindamönnum mjög á óvart því mjög óvenjulegt var að fólk væri jarðsett í hellum eftir miðaldir. Að auki er ekki vitað um neitt annað tilfelli þar sem höfuð spörfugla voru sett í munn þess látna.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Praehistorische Zeitschrift.
Fram kemur að stúlkan hafi verið 10 til 12 ára þegar hún lést. Hún var mjög lítil eftir aldri og þjáðist líklega af efnaskiptasjúkdómi. Engin ummerki á beinagrind hennar veita vísbendingu um hvað varð henni að bana og ekkert var sett við hlið hennar í gröfina annað en fuglshöfuðin í munninn.
DNA-rannsókn bendir til að stúlkan hafi verið ættuð frá Karelia sem er svæði á milli Finnlands og Pólland. Í Karelia var talið að fólk sem lést í skógi ætti að jarðsetja í skógi. Vísindamennirnir segja að sögulega séð þá byggi þessi trú á þeim skilningi fólks að skógurinn væri kirkjugarður.
En þetta leysir ekki ráðgátuna um af hverju stúlkan var grafin með fuglshöfuð í munninum. „Í mörgum samfélögum taka sálir barna oft á sig líki lítilla fugla. En á þessum tíma voru fuglar aldrei settir í grafir og alls ekki í munn hins látna. Ráðgátan um hina einstæðu barnsgröf í Tunel Wielki hellinum er því óleysanleg,“ skrifa vísindamennirnir.