fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Danir svitna – Miklum hita spáð í vikunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Danir eru farnir að svitna yfir veðurspánni fyrir vikuna því miklum hita er spáð seinni part hennar. Síðasta helgi var í svalara lagi miðað við það sem fram undan er en hitinn var víða „aðeins“ 16-19 gráður sem verður samt að teljast ansi gott miðað við það veðurfar sem við höfum búið við hér á landi síðustu daga.

Nú er farið að hlýna og á fimmtudaginn tekur hæð sér stöðu austan við Danmörku og dælir heitu lofti norður á bóginn frá austurhluta Evrópu. Spáð er um 30 stiga hita á fimmtudaginn í suðurhluta landsins.

Á föstudaginn hækkar hitinn en og er spáð allt að 33 stiga hita í suðurhluta landsins.

En þetta verður skammvinn hitabylgja því spár gera ráð fyrir rigningu á laugardagskvöldið og kólnandi veðri og eins og svo oft gerist eftir svona háan hita gæti orðið þrumuveður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi