CNN segir að aldrei áður hafi svo lítið vatn verið í vatninu síðan það var búið til á fjórða áratug síðustu aldar. Eins og staðan er núna er vatnsmagnið aðeins 36% af því sem það getur mest orðið. Þetta veldur ýmsum vanda. Til dæmis rennur vatn úr því í hina heimsfrægu Hoover stíflu sem tugir þúsunda ferðamanna heimsækja árlega. Stíflan framleiðir árlega rafmagn fyrir margar milljónir heimila í Arizona, Nevada og Kaliforníu en nú getur raforkuframleiðslan verið í hættu vegna hins litla vatnsmagns.
Þess utan sér vatnið íbúum í Arizona og Nevada fyrir drykkjarvatni auk hluta af Mexíkó.
CNN hefur eftir Patricia Aaron, talskonu Bureau of Reclamation, að ekki sé útlit fyrir að vatnsmagnið aukist á næstunni. „Við reiknum með að vatnsmagnið í Meadvatni haldi áfram að minnka fram í nóvember 2021“, sagði í tilkynningu frá yfirvöldum í apríl þegar þau sendu frá sér fyrstu viðvörun sögunnar um yfirvofandi vatnsskort á svæðinu.
Yfirvöld eru nú að undirbúa sig undir neyðarstig þar sem vatnsskömmtun verður tekin upp.
Meadvatnið er hluti af Coloradoánni. Það var búið til 1936 í tengslum við gerð Hooverstíflunnar. Það er 180 km á lengd og 162 metrar á dýpt.