Að minnsta kosti gerðist þetta í Indónesíu þegar McDonald‘s kynnti nýjan matseðil því keðjan neyddist til að loka 36 veitingastöðum því aðsóknin var allt of mikil.
Þetta gerðist meðal annars í borginni Semarang í síðustu viku í kjölfar þess að McDonald‘s kynnti nýja matseðil. Matseðillinn var undir áhrifum frá suðurkóresku strákahljómsveitinni BTS sem er gríðarlega vinsæl í Asíu eins og víðar um heiminn. BBC skýrir frá þessu.
Svo margir pöntuðu sér veitingar af nýja matseðlinum að óttast var að veitingastaðirnir myndu verða að ofursmitstöðum fyrir kórónuveiruna. Talsmaður borgaryfirvalda sagði að loka hefði þurft fjórum af sex veitingastöðum keðjunnar í Semerang til að koma í veg fyrir að veiran myndi breiðast enn frekar út.
Í höfuðborginni Jakarta þurfti að loka 32 veitingastöðum keðjunnar af sömu ástæðu.